Af gefnu tilefni...

Af gefnu tilefni vill stjórn St. Fjallabyggðar hvetja félagsmenn til að vera í sambandi við formann félagsins, s: 899-6213, ef breytingar verða á starfi þeirra í kjölfar úttektarskýrslu sveitarfélagsins. Breytingar á störfum félagmanna eiga að fara eftir reglum og kjarasamningi aðila og geta í fæstum tilfellum verið einhliða. Þess vegna er mikilvægt að skrifa ekki undir breytingar á ráðningarsamningi nema í samráði við stjórn St. Fjall.

Stöndum vörð um störfin okkar, það gerir það enginn fyrir okkur.

F.h. stjórnar St. Fjall

Guðbjörn Arngrímsson formaður