Þann 19. maí s.l. varð St. Fjallabyggðar 30 ára og í því tilefni ákvað stjórn félagsins að bjóða félagsmönnum til veislu.
Ákveðið var að halda veisluna á 1. vetrardag í Tjarnarborg. Þar verður matur, skemmtiatriði og dansleikur sem Tröllaskagahraðlestin sér um. Sjá nánar hér. Miðapantanir eru í síma 899-6213.
Aðalfundur félagsins verður haldinn fimmtudaginn 24. okt. kl: 17.00 í húsi Félags eldriborgara. Dagskrá fundarins er hefðbundin aðalfundardagskrá og auk þess mun formaður BSRB, Elín Björg Jónsdóttir, mæta á fundinn og ávarpa félagsmenn. Dagskráin hefur verið send út til félagsmanna.
Stjórn St. Fjallabyggðar hvetur félagsmenn til að fjölmenna á aðalfundinn og á skemmtunina.
Stjórn St. Fjallabyggðar