Aðalfundur STÓL fyrir árið 2005 var haldinn í húsi eldri borgara fimmtudaginn 1. júní 2006.
Á dagskrá voru venjuleg aðalfundarstörf, flutt skýrsla stjórnar og farið yfir reikninga félagsins og þeir samþykktir.
Kosin var í stjórn og nefndir skv. 6. gr. laga STÓL
Í stjórn STÓL sitja:
formaður; Guðbjörn Arngrímsson Grunnskóla,
ritari; Róslaug Gunnlaugsdóttir Heilsugæslu
gjaldkeri; Hafdís Jónsdóttir Bæjarskrifstofu,
varaformaður; Haukur Sigurðsson Íþróttamiðstöð,
meðstjórnendur; Guðbjörg Þorsteinsdóttir Leikhólum
Rósa Óskarsdóttir Hornbrekku.
Á fundinn mættu 14 félagsmenn