Aðalfundur BSRB

Aðalfundur BSRB var haldinn í húnæði samtakana að Grettisgötu 89 föstudaginn 16. nóv.

Auk venjulegra aðalfundarstarfa var ályktun samþykkt samhljóða og Ögmundur Jónasson formaður BSRB sagði þegar hann mælti fyrir henni að menn yrðu að opna augu fyrir þeim alvarlega vanda sem blasti við innan almannaþjónustunnar. Víða væri orðið erfitt að manna störf og færi ástandið hríðversnandi. „Ef ekkert verður að gert blasir við neyðarástand. Það er á ábyrgð viðsemjenda okkar að semja um stórbætt kjör í komandi kjarasamningum enda sýna kannanir að starfsmenn innan almannaþjónustunnar eru að dragast verulega aftur úr í launum. Ef starfsfólki innan almannaþjónustunnar verður ekki greitt kaup og búið að því eins og best gerist á launamarkaði horfir þar hreinlega til landauðnar á mikilvægu sviðum velferðarþjónustunnar." Í ályktun BSRB er sett fram krafa um verulegar kjarabætur auk þess sem lögð er áhersla á að taka verði mið af þörfum fjölskyldunnar þegar samið er um kaup, vinnutíma og önnur kjör.

Ályktunin aðalfundar. Sjá hér

Á fundinum flutti prófessor Stefán Ólafsson prófessor við Háskóla Íslands erindi sem hann nefndi Staða og horfur í velferðarmálum.