AÐALFUNDUR STÓL

Aðalfundur STÓL fyrir árið 2006 var haldinn í húsi eldri borgara 30. maí kl: 17.30

Á fundinn mættu 17 félagsmenn.

Á dagskrá voru auk venjulegra aðalfundarstarfa breytingar á lögum félagsins.

Félagið heitir núna Starfsmannafélag Fjallabyggðar og er „hagsmunafélag allra starfsmanna í þjónustu sveitarfélagsins Fjallabyggðar“ eins og segir í annarri grein laga félagsins.

Þessi breyting er gerð vegna þeirrar staðreyndar að sveitarfélagið Ólafsfjörður er ekki til lengur og sveitarfélagið Fjallabyggð hefur tekið við réttindum og skyldum þess, þar með talið kjarasamningum sem Launanefnd sveitarfélaga hefur gert fyrir Ólafsfjörð. Einnig var skerpt á nokkrum greinum t.d. um boðunartíma aðalfundar og hvernig fara skuli með lagabreytingar.

Sjá lög félagsins í heild undir Lög félagsins hér fyrir ofan.

Vonandi verður þessi breyting félaginu til góðs.

Nánar verður fjallað um aðalfundinn í fréttabréfi sem kemur út á næstu dögum.