41. þing BSRB

41. þing BSRB verður haldið dagana 25. til 27. október á Grand Hóteli í Reykjavík. Þingsetning er kl. 13.00 miðvikudaginn 25. október. Þingið er opið fjölmiðlum. Þing BSRB eru haldin þriðja hvert ár. Á þinginu er stefna bandalagsins til næstu þriggja ára mótuð en þingfulltrúar eru um 220 talsins. Þá er kosið í framkvæmdanefnd BSRB en hana skipa formaður, tveir varaformenn, gjaldkeri og ritari.

Fulltrúar STÓL á þinginu eru Guðbjörn Arngrímsson formaður og Hafdís Jónsdóttir gjaldkeri.

Sjá nánar