41. þing BSRB

41. þingi BSRB lauk um kl. 19.00 í gærkvöldi með kosningu um formann, 1. og 2. varaformann, ritara og gjaldkera en þessi embætti mynda framkvæmdanefnd bandalagsins.

Ögmundur Jónasson var endurkjörinn formaður með dynjandi lófaklappi.

Í kjöri til 1. varaformanns voru 3, Árni Stefán Jónsson formaður SFR, Kristín Guðmundsdóttir formaður SLFÍ og Guðbjörn Guðbjörnsson formaður TÍ. Árni Stefán fékk 151 atkvæði, Kristín 44 og Guðbjörn 11. Árni Stefán var því kjörinn 1. varaformaður með miklum meirihluta atkvæða.

Í kjöri til 2. varaformanns voru Elín Björg Jónsdóttir FOSS og Kristín Guðmundsdóttir SLFÍ. Elín Björg sigraði með yfirburðum fékk 161 atkvæði en Kristín 38.

Garðar Hilmarsson formaður St.Rv. var kjörinn gjaldkeri með lófaklappi og Þuríður Einarsdóttir formaður PÍ sömuleiðis sem ritari bandalagsins.

Hægt er að nálgast ályktanir þingsins ásamt setningarræðu formanns hér

Einnig er hægt að sjá fleiri fréttir á heimasíðu BSRB