1. maí baráttudagur verkalýðsins.

Í dag 1. maí er baráttudagur verkalýðsins. Jöfnuður í samfélaginu er forsenda stöðugleika.

Stjórn Starfsmannafélags Fjallabyggðar óskar félagsmönum til hamingju með daginn og minnir á nauðsyn samstöðu og þátttöku í starfi stéttarfélaga, án hennar verður baráttan fyrir betri kjörum þyngri og erfiðara að ná mannsæmandi launum fyrir alla félagsmenn.

Við fögnum alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins þann 1. maí. Það er löng hefð fyrir því að koma saman og fara í kröfugöngu og á fund þar sem farið er yfir helstu áherslumál launafólks.  Í því felst hvatning til okkar allra til að sýna samstöðu í verki og sækja fram.

Jöfnuður í samfélaginu er forsenda stöðugleika, ávarp Elínar Bjargar Jónsdóttur formanns BSRB. Sjá hér fyrir neðan

https://www.bsrb.is/is/skodun/skodun/jofnudur-i-samfelaginu-er-forsenda-stodugleika-1 

Til hamingju með daginn.

Stjórn St. Fjallabyggðar