1. maí alþjóðlegur baráttudagur verkalýðsins

Stjórn St. Fjall. sendir baráttukveðjur til allra félagsmanna sinna og fjölskyldna þeirra og hvetur félagsmenn til að nota daginn til að íhuga komandi samninga og stöðu fjölskyldunnar í því græðgisþjóðfélagi sem við búum í í dag. Einnig er vert að minna á að þau réttindi sem verkalýðshreyfingin hefur náð fram með þrotlausri baráttu á undanförnum árum og áratugum. Við þurfum nú sem aldrei að standa saman um velferðarþjónustuna sem sífellt er vegið að af misvitrum stjórnmálamönnum sem sjá ekkert nema einkavæðingu á öllum sviðum til lausnar heimatilbúinna vandamála. Almenningur á Íslandi vill ekki spara í heilbrigðisþjónustu ef það kemur niður á gæðum hennar, almenningur vill að heilbrigðisþjónustan sé góð, gott og hæft starfsfólk vinni við hana og vill að því sé greitt mannsæmandi laun. Almenningur er tilbúinn til að borga hærri skatta ef það er það sem þarf til að heilbrigðisþjónustan sé sú besta í heimi um það vitnar könnun sem BSRB lét gera fyrir nokkrum árum.

Verkafólk, til hamingju með daginn.

Verjum kjörin - 1. maí ávarp fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík, BSRB, BHM, KÍ og SÍF