1. maí. Til hamingju með daginn

Félagsmenn, til hamingju með daginn í dag.

Baráttudagur verkalýðsins er í dag og alltaf hollt að rifja upp að það sem okkur finnast sjálfsögð réttindi verkafólks í dag komu ekki til okkar á silfurfati, nei við höfum alltaf þurft að berjast fyrir réttindum okkar og því miður er það þannig í dag líka þrátt fyrir svokallað góðæri.

Gefum okkur því tíma til að hugsa um stéttarbaráttuna í dag og tökum þátt í hátíðarhöldum verkalýðsfélaganna.

1. maí ávarp verkalýðsfélaganna  BSRB, BHM, KÍ og INSÍ.