1. maí

Í dag er baráttudagur verkafólks um allan heim.

Íslenskt verkafólk heldur hann hátíðlegan með lausa samninga síðan 1. desember á síðasta ári. Getu- og viljaleysi viðsemjenda okkar er óásættanlegt og verður ekki liðið mikið lengur. Starfsmenn sveitarfélaga hafa setið og beðið eftir að almenni vinnumarkaðurinn kláraði samninga en sá sandkassaleikur sem þar er í hávegum hafður er ekki verkafólki til framdráttar. Það er krafa félagmanna í bæjarstarfsmannafélögum að nú þegar verði gengið til samninga af fullri alvöru og starfsmönnum sveitarfélaga verði að fullu bætt sú töf sem hlotist hefur sleifarskap ASÍ og SA.

Tökum þátt í hátíðarhöldum dagsins og minnumst þess að íslenskt verkafólk hefur aldrei fengið neitt án baráttu og fórna og svo verður eins nú.

Til hamningju með daginn

Guðbjörn Arngrímsson formaður Starfsmannafélags Fjallabyggðar