1. maí - baráttudagur verkafólks

Í dag 1. maí er baráttudagur verkalýðsins.

Stjórn Starfsmannafélags Fjallabyggðar óskar félagsmönum til hamingju með daginn og minnir á nauðsyn samstöðu og þátttöku í starfi stéttarfélaga, án hennar verður baráttan fyrir betri kjörum þyngri og erfiðara að ná mannsæmandi launum fyrir alla félagsmenn.

Framundan er mikil kjarabarátta sem fær okkur til að veita því sérstaka athygli sem áunnist hefur í kjara og réttindabaráttunni, sem um leið minnir okkur á að barátta verkalýðshreyfingarinnar er langt frá því að vera lokið. Barátta fyrir bættum lífskjörum er samstarfsverkefni okkar allra.

Jöfnuður býr til betra samfélag. Launajafnrétti næst ekki nema með samstöðu.

Stjórn St. Fjallabyggðar