Úthlutunarreglur Fræðslusjóðs

 1.  grein

Umsóknum skal skila á sérstökum umsóknareyðublöðum til Fræðslusjóðs St. Fjallabyggðar.

Umsóknareyðublöð liggja frami hjá formanni fræðslusjóðs, Rósu Óskarsdóttur, formanni St. Fjallabyggðar og eru einnig hér á heimasíðu félagsins undur eyðublöð.

 1. grein

Umsækjendur eru hvattir til að vanda frágang umsókna sem þeir senda stjórn sjóðsins, þar sem fram kemur lýsing á því námskeiði eða verkefni sem styrkurinn skal renna til, áætlaður kostnaður, hvenær fyrirhugað er að stunda námið eða verkefnið sem styrkur er veittur út á og aðrar þær upplýsingar er sjóðstjórn telur nauðsynlegar.

 1. grein

Kostnaður umsækjenda við nám, námskeið, námstefnur eða sambærilega þekkingaröflun, sem tengja má starfi hans og flokka má undir starfs- eða endurmenntun, er styrkhæfur að hluta eða öllu leyti. Sömuleiðis kostnaður vegna náms í hinu almenna skólakerfi. t.d. öldungadeildum, tölvunámskeið, þó svo að umsækjandi vinni ekki að staðaldri við tölvu.  Endurhæfingarmenntun sem félagsmaður aflar sér í kjölfar þess að staða hans var lögð niður er einnig styrkhæf á sama hátt. Tómstundanámskeið eru styrkhæf, en þar greiðist eingöngu námskeiðsgjald. (Sjá 8. grein)

 1. grein

Sjóðstjórn setur sér reglur um hámarksfjárhæðir og skulu þær endurskoðaðar ár hvert. Þær eru nú sem hér segir:

Námskeið, sýningar, þing, mót eða nám innanlands eða utan:

 1. Námskeið (fargjöld, námskeiðsgjöld) .........................          kr: 100.000                                                              
 2. Námskeið eða nám sem veldur launaskerðingu, stendur hálfan mánuð eða lengur þó ekki lengur en eitt skólaár….................................................................                  kr:  120.000
 1. Nám sem telst jafngilda skólavist í eitt skólaár og stundað er í launalausu leyfi eða því fylgir veruleg launaskerðing...........................................................                kr:  140.000
 1. Tómstundanámskeið (námskeiðsgjöld) .......................       kr:    20.000 

(Upphæðir endurskoðaðar í janúar 2018)

Sjóðstjórn getur heimilað í sérstökum tilfellum frávik frá hámarksupphæðum.

 1. grein

Greiðslur úr sjóðnum fara að jafnaði fram eftir að umsækjandi hefur gert grein fyrir kostnaði með því að leggja fram reikninga eða vottorð um launalaust leyfi.

 1. grein

Einungis félagsmenn í St. Fjallabyggðar geta fengið styrk úr sjóðnum og skal meginreglan vera sú að starfsmaður eigi rétt á úthlutun úr sjóðnum eftir eins árs starf, það þarf þó ekki að vera samfelldur  tími.

 1. grein

Umsækjandi verður að vera í starfi, bæði þegar hann sækir um styrk og þegar hann notar hann, nema að styrkurinn varði endurhæfingu þar sem staða umsækjanda hafi verið lögð niður eða ef um elli- eða örorkulífeyrisþega er að ræða.

 1. grein

Umsækjandi sem hlotið hefur styrk úr sjóðnum á næstliðnum tveimur árum getur að hámarki hlotið styrk er nemur ónotuðu hlutfalli af hámarksfjárhæð sbr. 4. grein.

Umsækjandi um styrk vegna tómstundanáms getur aðeins hlotið styrk einu sinni á hverjum 4 árum.

Sjóðstjórn getur heimilað í sérstökum tilvikum frá vik frá tímamörkum hafi styrkur verið fullnýttur.

 1. grein

Félagar í St. Fjallabyggðar sem njóta elli eða örorkulífeyris hafa heimild til að sækja um styrk þó það miði ekki beinlínis að reglum í 3. grein. (Enda hafi síðasta starf verið innan raða St. Fjallabyggðar)

Greiðslur til elli-og örorkulífeyrisþega geta þó aldrei orðið hærri en sem nemur 50% af fjárhæðum sem kveðið er á um í 4. grein.

 1. grein

Reglur þessar voru samþykktar í maí 1996. Stjórnin getur breytt reglum þessum án fyrirvara.

Reglum síðast breytt í janúar 2018