Reglugerð Fræðslusjóðs

1. grein
Sjóðurinn heitir Fræðslusjóður Starfsmannafélags Fjallabyggðar og starfar hann með því skipulagi og markmiði sem segir í reglugerð þessari. Heimili sjóðsins og varnarþing er á Ólafsfirði.

2. grein
Tilgangur sjóðsins er:

  • að stuðla að því að félagar í St. Fjall geti aflað sér menntunar sem beinlínis er við það miðuð að þeir geti tileinkað sér framfarir og tæknibreytingar á sínu sérsviði.
  • að félagsmenn eigi, án verulegs kostnaðar, kost á námskeiðum, sem geri þeim mögulegra en ella að leysa störf sín vel af hendi.
  • að félagsmenn eigi, án verulegs tilkostnaðar, kost á endurhæfingarmenntun, sem gerir þeim mögulegt að taka að sér önnur störf með óbreyttum tekjumöguleikum, ef störf þeirra hafa verið lögð niður vegna tækni- eða skipulagsbreytinga.
  • að félagsmenn eigi, án verulegs tilkostnaðar, kost á námskeiðum og/eða námi, sem gerir þeim mögulegt að taka að sér önnur og betur launuð störf

3. grein
Stjórn fræðslusjóðs St. Fjall fer með stjórn sjóðsins. Stjórnin skal rita í gerðabók allar samþykktir sínar. Starfsmannafélagið skal sjá um að senda út tilkynningar til sjóðsfélaga eftir afgreiðslur frá stjórninni.

4. grein
Tekjur sjóðsins eru árlegt framlag bæjarsjóðs og stofnana hans skv. gildandi kjarasamningi milli St. Fjall og Ólafsfjarðarbæjar, eins og hann kveður á hverju sinni.

5. grein
Fé sjóðsins skal einkum varið til að auðvelda starfsfólki að sækja námskeið í sinni starfsgrein með því að sjóðurinn taki þátt í að greiða útlagðan kostnað vegna námsdvalar. Bein laun greiðir sjóðurinn aldrei, en annan kostnað eftir mati og getu á hverjum tíma. Til að annast hlutverk sitt skal sjóðurinn beita sér fyrir námskeiðum og annarri fræðslustarfsemi er lýtur að aukinni starfsmenntun sjóðsfélaga eða endurhæfingarnámi þeirra. Ennfremur er heimilt að sjóðurinn taki þátt í kostnaði af námskeiðum innanbæjar eða einstökum fyrirlestrum fyrir starfshópa innan St. Fjall eða félagsmenn St. Fjall almennt. Styrkir eru veittir til: að sækja námskeið eða nám innanlands eða utan rannsókna eða ákveðinna verkefna sem teljast til endurmenntunar sjóðsfélaga námskeiðshalds, ráðstefna og fyrirlestra á vegum St. Fjall

6. grein
Þeir sem æskja styrks úr sjóðnum skulu senda stjórn sjóðsins umsókn, þar sem fram kemur lýsing á því námi eða verkefni sem styrkurinn skal renna til, áætlaður kostnaður, hvenær fyrirhugað er að stunda námið eða verkefnið sem styrkur er veittur út á og aðrar þær upplýsingar er sjóðstjórn telur nauðsynlegar. Á grundvelli þeirra tekur sjóðstjórnin ákvörðun um hvort of hve háan styrk viðkomandi umsækjandi skuli fá. Að jafnaði skal aðeins veita styrk vegna umsóknar sem lýtur að væntanlegum kostnaði umsækjanda.

7. grein
Starfsmannafélag Fjallabyggðar annast bókhald sjóðsins án sérstakrar þóknunar. Ónotað fé sjóðsins í árslok yfirfærist til næsta árs. Varðveita skal fé sjóðsins í Aríon-banka í Ólafsfirði. Stjórn fræðslusjóðs skal yfirfara ársreikning og undirrita hann.

8. grein
Reglugerð þessi kemur í stað samkomulags St. Fjall og Ólafsfjarðarbæjar frá 1992 og gildir frá 1. júní 1996. Breyting á reglugerð þessari getur aðeins verðið gerð á aðalfundi St.Fjall.