Félagsmannasjóðurinn Katla

 

Búið er að opna fyrir umsóknir í Kötlu félagsmannasjóð sem er sjóður þeirra stéttarfélaga BSRB og félagsmanna þeirra sem aðild eiga að kjarasamningum við Samband íslenskra sveitarfélaga. 

Allir sem unnu eitthvað hjá Fjallabyggð á árinu 2020 eiga rétt á að sækja um úr sjóðnum.

Félagsmenn sækja um á rafrænni umsóknarsíðu sjóðsins og leggja fram viðeigandi upplýsingar svo sem síðasta launaseðil viðmiðunarárs, starfshlutfall og starfstíma yfir tímabilið 1. janúar til 31. desember 2020. 

Umsóknarfrestur er til og með 7. mars.

Greitt verður úr sjóðnum í apríl, nánari upplýsingar á https://katla.bsrb.is/ 

Sækja um hér: https://minarsidurkatla.bsrb.is/innskraning/?ReturnUrl=%2fdefault.aspx 

 

 

Jólakveðja 2020

 

Kæri félagsmaður.

Stjórn Starfsmannafélags Fjallabyggðar sendir þér og fjölskyldu þinni sem og landsmönnum öllum, bestu jóla og nýjárskveðjur með von um að árið 2021 verði okkur öllum gjöfult og gott.

 

Með jólakveðju

f.h. stjórnar St. Fjallabyggðar

Guðbjörn Arngrímsson

formaður.

Tilkynning frá Styrktarsjóði BSRB.

 

Sæl öll

Okkur þætti vænt um að þið kæmuð þeim skilaboðum áleiðis til ykkar félagsmanna að sækja um tímanlega fyrir þá styrki sem er hægt að fá úthlutað árlega. Algengustu styrkirnir sem hægt er að fá úthlutað árlega eru líkamsrækt, sjúkraþjálfun, krabbameinsleit og sálfræðikostnaður. Við viljum fá umsóknir inn eigi síðar en fimmtudaginn 17. desember þetta árið. Að sjálfsögðu verður engum hafnað sem skilar seinna svo framarlega sem það komi fyrir áramót, okkur hefur alltaf tekist að afgreiða það sem hefur komið milli jóla og nýárs til dæmis. Engu að síður er mikilvægt að hafa þetta að leiðarljósi.

Annars viljum við nýta tækifærið og óska ykkur gleðilegra jóla.

Bestu kveðjur

Starfsmenn Styrktarsjóðs BSRB