1. maí baráttudagur verkalýðsins.

Í dag 1. maí er baráttudagur verkalýðsins. Jöfnuður í samfélaginu er forsenda stöðugleika.

Stjórn Starfsmannafélags Fjallabyggðar óskar félagsmönum til hamingju með daginn og minnir á nauðsyn samstöðu og þátttöku í starfi stéttarfélaga, án hennar verður baráttan fyrir betri kjörum þyngri og erfiðara að ná mannsæmandi launum fyrir alla félagsmenn.

Við fögnum alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins þann 1. maí. Það er löng hefð fyrir því að koma saman og fara í kröfugöngu og á fund þar sem farið er yfir helstu áherslumál launafólks.  Í því felst hvatning til okkar allra til að sýna samstöðu í verki og sækja fram.

Jöfnuður í samfélaginu er forsenda stöðugleika, ávarp Elínar Bjargar Jónsdóttur formanns BSRB. Sjá hér fyrir neðan

https://www.bsrb.is/is/skodun/skodun/jofnudur-i-samfelaginu-er-forsenda-stodugleika-1 

Til hamingju með daginn.

Stjórn St. Fjallabyggðar

Orlof 2017

Akrasel, nýi bústaðurinn okkar
Akrasel, nýi bústaðurinn okkar

Nú er búið að opna fyrir "fyrstur kemur, fyrstur fær" á orlofsvefnum.

Félagsmenn geta nú farið inn á orlofsvefinn og pantað það sem er laust og gengið frá því strax.

Enn eru nokkrar vikur lausar í sumar í bústöðum víða á landinu og einnig í orlofshúsi okkar á Spáni. Þau flugfélög og ferðaskrifstofur sem þangað fljúga eru þessa dagana með afslátt á flugi til Alicante. Ath. að skiptidagar í orlofshúsinu eru þriðjudagar. 

 

Bestu kveðjur

f.h. orlofsnefndar Samflots 

Guðbjörn 

formaður

 

Orlofsblað Samflots 2017

 

Orlofsblað Samflots er komið í prentun og mun væntanlega berast félagsmönnum á fyrstu dögum næstu viku.

Ástæða þess að blaðið kemur svona seint eru kaup félagnna sem standa að orlofspakkanum á orlofshúsi í Bláskógarbyggð á Suðurlandi.

Opnað verður fyrir orlofsvefinn 6. apríl og úthlutað fyrir tímabilið 26. maí - 15. sept. þann 18. apríl. Vefurinn opnar síðan fyrir "fyrstur kemur, fyrstur fær" þann 23. apríl.

Þeir félagsmenn sem ekki fá blaðið í næstu viku eru beðnir að láta vita á skrifstofum aðildarfélaganna eða til formanns Samflots, Guðbjörns, í síma 899-6213

Svo vonum við að blaðið standi undir væntingum um glæsilegt orlofstímabil hjá félagsmönnum aðildarfélaga orlofspakka Samflots.

Orlofsblaðið má sjá hér hægra megin undir Orlofsblað

F.h. orlofsnefndar samflots

Guðbjörn Arngrímsson

S: 899-6213