Desemberuppbót 2021

 

Fyrir starfsmenn Fjallabyggðar og Hornbrekku: kr. 121.700

Desemberuppbót er greidd 1. desember ár hvert. Með fullu starfi er átt við 100% starf tímabilið 1. janúar til 30. nóvember sama ár. Hafi starfsmaður gegnt hlutastarfi eða starfað hluta úr ári, skal hann fá greitt miðað við starfshlutfall og/eða starfstíma, þó þannig að hann hafi starfað samfellt a.m.k. frá 1. september það ár. Starfsmaður sem lætur af störfum á árinu, en hafði þá starfað samfellt í a.m.k. 6 mánuði, skal einnig fá greidda persónuuppbót miðað við starfstíma og starfshlutfall á árinu. Hlutfall skv. þessari málsgrein er reiknað sem hlutfall af fullri vinnu (100%) í 12 mánuði á almanaksárinu af síðast gildandi persónuuppbót.


Fyrir ríkisstarfsmenn þ.e. starfsmenn heilsugæslu og MTR:  kr. 96.000

Starfsmaður sem er við störf í fyrstu viku nóvembermánaðar skal fá greidda persónuuppbót 1. desember ár hvert miðað við fullt starf tímabilið 1. janúar til 31. október. Persónuuppbót er föst krónutala og tekur ekki hækkunum skv. öðrum ákvæðum kjarasamningsins. Á uppbótina reiknast ekki orlofsfé. Hafi starfsmaðurinn gegnt hlutastarfi eða unnið hluta úr ári, skal hann fá greitt miðað við starfshlutfall á framangreindu tímabili. 

Á sama hátt skal einnig starfsmaður sem látið hefur af starfi en starfað hefur samfellt í a.m.k. 3 mánuði (13 vikur) á árinu, fá greidda uppbót í desember, miðað við starfstíma og starfshlutfall. Sama gildir þótt starfsmaður sé frá störfum vegna veikinda eftir að greiðsluskyldu stofnunar lýkur eða í allt að 6 mánuði vegna fæðingarorlofs.

Starfsmannafélag Fjallabyggðar sameinast Kili.

1 af 3

 

Á aðalfundi Starfsmannafélags Fjallabyggðar (St.Fjall) sem haldinn var fimmtudaginn 27. október í Ólafsfirði var borin upp tillaga um sameiningu félagsins við Kjöl stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu. Tillagan var samþykkt með öllum greiddu atkvæðum og tekur sameiningin þegar gildi en bókhaldsleg sameining verður um áramótin.

Félagið er deildaskipt og í kjölfar sameiningarinnar verður stofnuð St.Fjall deild innan Kjalar. Aðrar deildir félagsins eru: Akureyri, Borgarbyggð, Dala – og Snæfellssýslu, Dalvíkurbyggð, Fjarðabyggð, Húnavatnssýslum, Siglufirði, Sveitarfélaginu Skagafirði og Vestfjörðum. Við sameininguna þá tekur Guðbjörn Arngrímsson fráfarandi formaður St. Fjall, sæti í stjórn Kjalar. Kjölur stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu er eitt af stærstu aðildarfélögum BSRB. 

Félagsaldur félagsmanna St. Fjall flyst að fullu til sjóða Kjalar stéttarfélags, orlofssjóðs og starfsmenntasjóðs. Til áramóta nk. verður afgreiðsla styrkja starfsmenntasjóðs og afgreiðsla orlofshúsa með óbreyttu sniði.

Aðalfundur St. Fjallabyggðar 2021

 

Aðalfundur Starfsmannafélags Fjallabyggðar 2021 verður haldinn í húsi eldri borgara miðvikudaginn 27. okt. kl: 17.00 stundvíslega.

 

DAGSKRÁ: 

 • Fundur settur.
 • Skýrsla stjórnar.
 • Lagðir fram reikningar félagsins fyrir árið 2019.
 • Lagðir fram reikningar félagsins fyrir árið 2020.
 • Kosning um sameiningu við Kjöl, stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu.
  • Inngangur að kosningu:
  • Kynning á sameiningarviðræðum við Kjöl, stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu.
  • Samkomulag um sameiningu St. Fjallabyggðar og Kjalar, stéttarfélags starfsmanna í almannaþjónustu lagt fram.
  • Atkvæðagreiðsla.
 • Dregið í happdrætti úr hópi þeirra sem mæta á fundinn.
 • Önnur mál.

Félagsmenn eru hvattir til að mæta

 Á fundinum verða kaffiveitingar.

Stjórnin