Formaður BSRB gefur ekki kost á sér til endurkjörs

 

Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, tilkynnti stjórn bandalagsins á stjórnarfundi föstudaginn 8. júní, að hún muni ekki gefa kost á sér til endurkjörs á þingi bandalagsins sem haldið verður um miðjan október. Hún mun gegna starfinu áfram til loka þings bandalagsins.

Elín Björg var kjörin formaður á þingi bandalagsins í október 2009 og mun því hafa gegnt embættinu í níu ár þegar hún lætur af störfum á 45. þingi BSRB. Það fer fram dagana 17. til 19. október næstkomandi.

„Verkefnin undanfarin ár hafa verið bæði gefandi og krefjandi og það hefur verið mér mikil ánægja að hafa fengið að sinna þeim fjölbreyttu störfum sem mér hafa verið falin,“ segir Elín Björg.

„Bandalagið hefur á undanförnum árum tekist á við mörg stór og mikilvæg mál og það hefur verið ánægjulegt að sjá þann árangur sem við höfum náð. Það er mín skoðun að það sé hollt fyrir bandalagið að endurnýja forystuna reglulega og í því ljósi tók ég þá ákvörðun að stíga til hliðar á þinginu okkar í haust,“ segir hún.

Félagsmenn á landsbyggðinni sæki um hjá Bjargi.

 

Félagsmenn í aðildarfélögum BSRB og ASÍ hafa tekið vel við sér og fjölmargar umsóknir hafa borist Bjargi íbúðafélagi. Rétt er að minna sérstaklega þá sem búa á landsbyggðinni á möguleikann á að sækja um.

Bjarg íbúðafélags, sem stofnað var af ASÍ og BSRB, hefur það að markmiði að byggja upp og leigja tekjulágum félögum þessara tveggja heildarsamtaka íbúðir. Félagið er ekki rekið í hagnaðarskyni.

Skráning á biðlista stendur nú yfir. Öllum umsóknum sem berast fyrir lok júlí verður safnað saman og verður dregið úr umsóknunum um sæti á biðlistanum í byrjun ágúst. Þeir sem sækja um eftir lok júlí fara svo á biðlistann í þeirri röð sem umsóknir berast.

Sjá nánar hér

 

Aðalfundur Starfsmannafélags Fjallabyggðar

 

Aðalfundur Starfsmannafélags Fjallabyggðar fyrir árið 2017 verður haldinn í húsi Félags eldri borgara, miðvikudaginn 6. júní  2018,  kl: 17.00 stundvíslega.

DAGSKRÁ:

  • Fundur settur.
  • Skýrsla stjórnar.
  • Lagðir fram reikningar félagsins fyrir árið 2017
  • Stjórnarkjör, skv. 6. gr. laga félagsins
  • Kosnir endurskoðendur skv. 6. gr. laga félagsins.
  • Kosið í nefndir á vegum félagsins.
  • Dregið í happdrætti úr hópi þeirra sem mæta á fundinn.
  • Önnur mál.

 Á fundinum verða kaffiveitingar.

 Stjórnin