Konur taka af skarið!

 
Í vor fékk AkureyrarAkademían, Starfsgreinasambandið, Jafnréttisstofa og JCI Sproti við styrk úr Jafnréttissjóði til að standa fyrir námskeiðunum „Konur taka af skarið!“. Námskeiðin verða haldin víðsvegar um landið og er markmið þeirra að hvetja konur til þátttöku í starfsemi verkalýðshreyfingarinnar.
 
Laugardaginn 10. nóvember verður fyrsta námskeiðið haldið í sal Einingar-Iðju við Skipagötu á Akureyri. Farið verður yfir kynjakerfið, stöðu verkalýðsbaráttunnar, uppbyggingu verkalýðsfélaganna, leiðtogaþjálfun, hvernig er hægt að koma sínu á framfæri og hvernig það er að starfa í verkalýðshreyfingunni.
 
Námskeiðið er opið öllum konum sem eru félagar í Starfsgreinasambandi Íslands eða í starfsmannafélögum sveitafélaganna, þeim að kostnaðarlausu. 
 
Félagskonur í Starfsmannafélagi Fjallabyggðar er hvattar til að mæta á þetta námskeið.
  
Kristín Heba Gísladóttir
Framkvæmdastjóri
 
 

ORLOFSMÁL

Búið að opna fyrir útleigu í desember, jól  og áramót.

Um jól og áramót eru tvær vikur í boði í íbúðunum í Reykjavík þ.e. frá 21. til 28. des. fyrri vikan og svo frá 28. des. til 4. jan. seinni vikan. Þessar tvær vikur eru á vikuleigu en aðra daga í desember gildir helgarleiga.

Í bústöðunum er helgarleiga í boði allan desembermánuð.

Um næstu mánaðarmót verður svo opnað fyrir janúar til og með mars 2019.

Núna á næstu dögum kemur tölvupóstur til félagsmanna aðildarfélaga að orlofspakka Samflots um húsið okkar á Spáni. Við biðjum félaga að skoða þann póst vel því það er hægt að komast til Alicante á Spáni þar sem húsið er fyrir lítinn pening ef pantað er tímanlega.

Bestu kveðjur

 f.h. orlofsnefndar Samflots

Guðbjörn Arngrímsson

Formaður

 

 

Á níunda hundrað komin á biðlista hjá Bjargi

Mikill áhugi er meðal félagsmanna aðildarfélaga BSRB og Alþýðusambands Íslands á íbúðum sem Bjarg íbúðafélag mun leigja tekjulágu fólki á vinnumarkaði. Í lok júlí höfðu alls 818 umsóknir borist félaginu.

Skráning á biðlista hófst þann 15. maí. Allar umsóknir sem bárust fyrir lok júlí voru settar í pott og dregið um röð þeirra á biðlista. Þetta var gert til að gæta jafnræðis þar sem reiknað var með að einhvern tíma myndi taka að koma upplýsingum um að opnað hefði verið fyrir umsóknir til félaga í aðildarfélögum BSRB og ASÍ.